Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Barnaverndarnefnd vill að dregið verði úr hljóðmengun frá flugi yfir byggð
Fimmtudagur 11. febrúar 2021 kl. 15:09

Barnaverndarnefnd vill að dregið verði úr hljóðmengun frá flugi yfir byggð

Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar lýsir yfir ánægju með umhverfis- og loftslagsstefnu Reykjanesbæjar sem nýverið hefur verið lögð fram en telur mikilvægt að Reykjanesbær verði leiðandi í flokkun sorps, m.a. með því að samræma sorpflokkun hjá stofnunum sveitarfélagsins.

Einnig leggur nefndin til að í kaflanum um mengun, hljóðvist og loftgæði verði bætt við í mælanlegum undirmarkmiðum að dregið verði markvisst úr hljóðmengun vegna flugumferðar yfir byggð og gerðar verði stöðugar hljóðmælingar á nokkrum stöðum í bænum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024