Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sunnudagur 4. maí 2003 kl. 19:22

Barnaverndardómur: Gagnrýnin er ómakleg segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu

Forstjóri Barnaverndarstofu segir gagnrýni héraðsdóms Reykjaness á Barnaverndarráð Íslands ómaklega. Dómurinn hafi komist að sömu niðurstöðu og ráðið um meðferð máls hjóna, sem voru svipt forræði yfir sex börnum sínum.Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í gær sveitarfélag nokkurt af kröfu um að ákvörðun barnaverndarnefndar þess yrði ógilt. Nefndin hafði svipt foreldra forræði yfir 6 börnum þeirra eftir að fjölskyldan hafði flúið til landsins frá Færeyjum og hafst við á tjaldstæði við þröngan kost. Grunur lék á að börnin hefðu verið vanrækt og beitt grófu ofbeldi. Barnaverndarráð staðfesti síðan úrskurðinn.

Foreldrarnir kærðu ákvörðunina og dómurinn komst að þeirri niðurstöðu í gær að barnaverndarnefndin hefði brotið með alvarlegum hætti gegn meðalhófsreglu og rannsóknarreglu barnaverndarlaga með því að svipta foreldrana forræði yfir börnunum án þess að bjóða þeim hefðbundin stuðningsúrræði. Dómurinn gagnrýndi einnig Barnaverndarráð fyrir að staðfesta niðurstöðu nefndarinnar, þótt það gerði alvarlegar athugasemdir við málsmeðferðina. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sem hefur eftirlit með barnaverndarnefndum sveitarfélaganna, segir að gagnrýni dómsins á vinnubrögðum barnaverndarnefndarinnar sé réttlát.

Bragi kveðst vonast til þess að málið fari fyrir hæstarétt, svo endanlega verði skorið úr um málið. RÚV greinir frá.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024