Barnauppeldi passar ekki vel inní 12 tíma vaktavinnu
- segir Kristján Gunnarsson, formaður VSFK
„Það eru 157 án atvinnu í VSFK um þessar mundir, þetta hefur verið að stíga upp á við undanfarið. Skýringar eru nokkrar,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis um nýjar atvinnuleysistölur á Suðurnesjum.
„Það eru alltaf þó nokkrir sem eru að koma inn og fara út af skránni tiltölulega hratt. Mikil hreyfing á fólki. Það er að nýta sér réttinn til skráningar og atvinnuleitar í auknum mæli. Það var alltaf árleg sveifla í fiskinum um áramót og þegar vertíð lauk. Nú er þetta mjög svo breytt það er ekki miklir toppar þar lengur. Þetta svæði er þekkt fyrir mikla vaktavinnu og það hefur auga leið að barnauppeldi passar ekki vel inn í 12 tíma vaktavinnu sem er gangandi allan sólarhringinn allt árið. Hver fær barnapössun á nóttunni? Þannig að það hefur verið vöntun á fólki til að vinna í flugþjónustunni.
Þar eru líka gerðar miklar kröfur um að fólk standist bakgrunnskoðun að hálfu yfirvalda. Það er samdráttur í ferðaþjónustunni, það segja mér þeir sem eru að reka bílaleigurnar. Það er nauðsyn að gera úttekt á hvaðan þeir koma sem eru án atvinnu. Vinnumarkaðurinn er að verða mjög svo einsleitur og við verðum að bregðast hratt við ef við viljum ekki eiga þetta ömurlega Íslandsmet að vera með flest fólk án atvinnu.“