Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Barnahátíð Reykjanesbæjar verði jafn stór og Ljósanótt
Frá barnahátíð Reykjanesbæjar á síðasta ári.
Sunnudagur 5. maí 2013 kl. 21:55

Barnahátíð Reykjanesbæjar verði jafn stór og Ljósanótt

„Menningin er eina auðlindin sem eykst við notkun“ sagði Árni Sigfússon bæjarstjóri á í búafundi í Njarðvík í vikunni, þar sem hann kynnti m.a. þau fjölmörgu menningarverkefni sem unnið er að í Reykjanesbæ.

Stefnt er að því að Tónlistarskóli Reykjanesbæjar fari í nýtt húsnæði fyrir áramót. Árni benti á að menningarverkefni væru vaxandi atvinnugrein um leið og þau þroskuðu samfélagið og glæddu það sjálfsvirðingu og lífi. Mikilvægt væri m.a. að hlú að tónlistinni og bætt aðstaða Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í Hljómahöll, væri dæmi um slíkt. Tónlistarskólinn er einn stærsti einstaki tónlistarskólinn á landinu með um 800 nemendur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Árni nefndi að Barnahátíð, sem er framundan í næstu viku, væri stöðugt að styrkjast og yrði brátt eins stór og ljósanótt. Þar er einnig lögð mikil áhersla á margvíslega listsköpun.