Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Barnahátíð í Reykjanesbæ laugardagana 22. og 29. nóvember
Fimmtudagur 20. nóvember 2008 kl. 19:02

Barnahátíð í Reykjanesbæ laugardagana 22. og 29. nóvember


Barnahátíð verður haldin í Reykanesbæ laugardagana 22. og 29. nóvember n.k. þar sem í boði verður fjölbreytt afþreying fyrir börn og fjölskylduna alla.

Það er skessan í fjallinu sem býður til hátíðarinnar en hún er nýflutt til Reykjanesbæjar og langar til þess að endurgjalda góðar mótttökur. Allir viðburðir eru ókeypis.

Meðal þess sem í boði verður er fjölbreytt dagskrá í söfnum Reykjanesbæjar s.s. sýning á kvikmyndinni Didda og dauði kötturinn, ratleikur um Duushús, skuggaleikhúsgerð í listasmiðjunni og kynning á bókum Herdísar Egilsdóttur um Siggu og skessuna í fjallinu í Bókasafni Reykjanesbæjar auk þess sem barnabókahöfundar á svæðinu kynna nýútkomnar bækur sínar.

Í Stekkjarkoti verður hægt að fræðast um jólasiði í fyrri tíð með aðstoð starfsmanna Byggðasafns Reykjanesbæjar, Orkuverið Jörð á Reykjanesi verður opið og í Vatnaveröld - vatnsleikjagarði verður dótadagur.

Á Vallarheiði verðru boðið upp á jólaskautaball í gömlu skautahöllinni auk þess sem Svartholið, línubretta- og hjólaskautagarður verður opinn. Þá verður boðið upp á innileiksvæði fyrir yngstu börnin, barnaball í Fjörheimum og íþróttahúsið verður opið til leikja.

Gallerí verða jafnframt opin og boðið verður upp á innigolf í gömlu HF húsunum.
Veitinga- og kaffihús verða með sérstök skessutilboð þessa og hátíðarstrætó mun ganga á milli viðburða á klukkutíma fresti.

það er von skessunar að börn og fjölskyldur geta átt saman góðan dag enda vill hún leggja áherslu á samveru nú á erfiðum tímum í efnahagslífi þjóðarinnar.

"Þá finnst mér svo mikilvægt að við hlúum að því sem mikilvægast er og leyfum huganum að dvelja við jákvæða hluti. Það hefur gefið mér mikið að flytja hingað í fjölmennið í Reykjanesbæ, enda var ég orðin ansi einmanna á fjöllum. Eða eins og sagt er: Maður er manns gaman".

Nánari upplýsingar um dagskránna má nálgast á vef Reykjanesbæjar: reykjanesbær.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024