Barnabörnin tóku við Lionsbílnum
	Aðalvinningurinn í happdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur var afhentur í dag. Vinningurinn, Fiat 500 POP að andvirði 2.590.000 kr., kom á miða númer 56. Eigandi miðans er Þorsteinn Erlingsson í Keflavík. Barnabörn hans mættu í dag til að taka við bílnum fyrir hönd afa síns.
	
	Þá voru einnig dregnar út nokkrar IdeaPad spjaldtölvur frá Lenovo. Þær komu á eftirtalin númer: 477, 995, 176, 207, 157, 1382, 341, 693, 141, 969, 254, 616, 453.
	
	Vinningsnúmer eru birt með fyrirvara um villur.

 
	
				

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				