Barnabílstóll í sjúkrabílana
Brunavarnir Suðurnesja eru komnar með barnabílstól í sjúkrabíla sína. Stóllinn verður notaður þegar flytja þarf ung börn á sjúkrahús. Mun öruggara er að flytja börn í barnabílstól en á sjúkrabörum, eins og gert hefur verið hingað til. Þá hafa komið upp tilvik þar sem mæður og feður hafa haldið á börnum í forgangsakstri.
Það er umboð TM (Tryggingamiðstöðvarinnar) í Reykjanesbæ sem gefur Brunavörnum Suðurnesja barnabílstólinn. Það kom í hlut Önnu Maríu Sveinsdóttur, útibússtjóra TM í Reykjanesbæ, að afhenda stólinn og Ingvi Þór Hákonarson tók við gjöfinni f.h. Brunavarna Suðurnesja.