Barnabílstól og geislaspilara stolið úr bíl
Brotist var inn í bifreið við Hjallaveg í Njarðvík og var innbrotið tilkynnt til lögreglu í gærdag. Í innbrotinu var stolið geislaspilara og barnabílstól.
Fram kemur í dagbók lögreglunnar að mjög rólegt hafi verið á kvöldvaktinni. Þó hafi einn ökumaður verið kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut en sá ók á 118 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km.
Fram kemur í dagbók lögreglunnar að mjög rólegt hafi verið á kvöldvaktinni. Þó hafi einn ökumaður verið kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut en sá ók á 118 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km.