Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Barn stakk sig á sprautunál
Fimmtudagur 13. október 2011 kl. 17:26

Barn stakk sig á sprautunál

Sjö ára drengur stakk sig í gær á sprautunál sem hann fann utan við fjölbýlishús á Ásbrú í Reykjanesbæ. Farið var með barnið á sjúkrahús í Reykjavík þar sem gerðar voru viðeigandi ráðstafanir. Meðal annars fékk drengurinn sprautur við lifrarbólgusmiti og mun þurfa nokkrar sprautur til viðbótar á næstu vikum og mánuðum. Niðurstöður úr rannsóknum, hvort drengurinn hafi smitast af nálarstungunni, liggja ekki fyrir fyrr en eftir helgi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Móðir drengsins sagðist í samtali við Víkurfréttir vilja hvetja foreldra að ítreka við börn sín að þau snerti ekki á svona hlutum en tilkynni þá frekar til foreldra sinna. Móðirin sagði jafnframt að nýlega hafi fundist þrjár nálar utan við fjölbýlishús að Ásbrú og því ástæða til að vara við hættunni af sprautunálum. Fullorðnir eru jafnframt hvattir til að aðgæta umhverfið þar sem börnin geta verið að leik.

Myndin: Séð yfir hluta byggðarinnar á Ásbrú. Barnið stakk sig á nálinni í svokölluðu 1200-hverfi. VF-mynd: Hilmar Bragi