Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Barn í rallýbíl á kerru á Reykjanesbraut
Mánudagur 21. september 2015 kl. 14:06

Barn í rallýbíl á kerru á Reykjanesbraut

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í gærdag, af  ærinni ástæðu, sendibifreið sem ekið var eftir  Reykjanesbraut. Aftan í bifreiðinni var kerra og á kerrunni stóð rallýbifreið. Í ökumannssæti rallýbifreiðarinnar sat barn sem reyndist vera sonur ökumanns sendibifreiðarinnar. Barnið var með öryggisbelti yfir báðar axlir.

Ökumaðurinn var færður yfir í lögreglubifreiðina til viðræðna og honum gerð grein fyrir því að svona athæfi væri ekki liðið. Hann lofaði bót og betrun.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025