Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Barn í rallýbíl á kerru á Reykjanesbraut
Mánudagur 21. september 2015 kl. 14:06

Barn í rallýbíl á kerru á Reykjanesbraut

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í gærdag, af  ærinni ástæðu, sendibifreið sem ekið var eftir  Reykjanesbraut. Aftan í bifreiðinni var kerra og á kerrunni stóð rallýbifreið. Í ökumannssæti rallýbifreiðarinnar sat barn sem reyndist vera sonur ökumanns sendibifreiðarinnar. Barnið var með öryggisbelti yfir báðar axlir.

Ökumaðurinn var færður yfir í lögreglubifreiðina til viðræðna og honum gerð grein fyrir því að svona athæfi væri ekki liðið. Hann lofaði bót og betrun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024