Barn í andnauð flutt til Reykjavíkur
				
				Barn í andnauð var flutt á sjúkrahús í Reykjavík frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í nótt. Komið hafði verið með barnið í einkabíl frá Grindavík. Ekki er vitað um líðan barnsins þegar þetta er skrifað.Að sögn Sigmundar Eyþórssonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja, var annríki hjá sjúkraflutningsmönnum B.S. í alla nótt.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				