Barker rekinn
Bakvörðurinn Taron Barker, sem hefur leikið með körfuknattleiksliði Grindvíkinga undanfarið hefur verið leystur undan samningi sínum við félagið.
Barker hefur alls ekki staðið undir væntingum í þeim sex leikjum sem hann hefur spilað fyrir liðið og er með minna en 10 stig að meðaltali í leik og agalega skotnýtingu.
Einar Einarsson, þjálfari sagði í samtali við Víkurfréttir að leikmaðurinn hafi ollið miklum vonbrigðum því hann kom frá sterkum háskóla þar sem hann var með góðar tölur.
Leit er þegar hafin af eftirmanni Barkers, sem fór af landi brott í dag.
VF-mynd/Þorgils Jónsson
Barker hefur alls ekki staðið undir væntingum í þeim sex leikjum sem hann hefur spilað fyrir liðið og er með minna en 10 stig að meðaltali í leik og agalega skotnýtingu.
Einar Einarsson, þjálfari sagði í samtali við Víkurfréttir að leikmaðurinn hafi ollið miklum vonbrigðum því hann kom frá sterkum háskóla þar sem hann var með góðar tölur.
Leit er þegar hafin af eftirmanni Barkers, sem fór af landi brott í dag.
VF-mynd/Þorgils Jónsson