Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Barði bíl með steikarpönnu
Mánudagur 13. maí 2013 kl. 15:01

Barði bíl með steikarpönnu

Lögreglunni á Suðurnesjum barst aðfararnótt sunnudagsins tilkynning þess efnis að maður væri að berja bíl með steikarpönnu fyrir utan skemmtistað í umdæminu. Þegar lögreglumenn mættu á staðinn kom í ljós að einnig var búið að brjóta rúðu á skemmtistaðnum og aðra á veitingastað við hliðina. Fyrrnefnda rúðan var í hurð sem er milli dansgólfsins og garðs við staðinn. Brotnaði hún þegar steini var kastað í gegnum hana. Einum gestanna sem þá var á dansgólfinu brá illilega þegar steinhnullungur hvein við eyra hans. Reyndist steinninn sá vega rúm tvö kíló.

Dyraverðir skemmtistaðarins voru með meintan skemmdarvarg, verulega ölvaðan, í haldi og játaði hann að hafa barið bílinn með pönnunni. Hann neitaði hins vegar að hafa brotið rúður. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð, þar sem hann ærðist og var því vistaður í fangaklefa. Skemmdir sáust á bifreiðinni eftir barsmíðarnar og pannan var talsvert beygluð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024