Baráttan um ætið - freistandi fiskhaus og mávurinn
Mávurinn er þekktur fyrir að berjast hart um bitann. Hann hefur orðið uppvís að því að stela steikum af grillum en svo fylgist hann mjög vel með öllu sjávarfangi. Það er það besta sem hann fær.
Ljósmyndari Víkurfrétta smellti af þessum máv þegar hann gæddi sér á nýlegum fiskhaus í Njarðvíkunum. Hann varð reyndar hér um bil fyrir bíl þegar hann reyndi að fljúga með hausinn eitthvað annað. En svona er baráttan hörð um bitann...
Best að skella þessu í sig áður en einhverjir aðrir koma að matarborðinu...
Ummmm... þetta er góður biti...
...það er best að drífa sig burt með þetta en djöf... er hausinn þungur...
...vá, þarna munaði litlu...