Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 11. maí 2000 kl. 15:49

Barátta okkar og samstaða innan ríkisstjórnar lykillinn

Ríkisstjórnin samþykkti í gær breytingartillögu til þingsályktunar um níu milljarða aukaframlag til vegaáætlunar næstu fimm árin. Reykjanebrautin verður orðin tvöföld árið 2006 og lagður verður Suðurstrandarvegur á milli Grindavíkur og Þorlákshafnar. "Ég held að fyrir okkur sem höfum barist fyrir því að auka fjármagnið hér á höfuðborgarsvæðinu þá sé þetta mjög góður árangur og við getum verið afskaplega ánægðir með hvað gerst hefur í málinu. Þau verkefni sem við höfum borið helst fyrir brjósti fá góða úrlausn miðað við þessar áætlanir, og það er barátta okkar og samstaða innan ríkisstjórnarinnar sem leiða til þessarar niðurstöðu," segir Kristján Pálsson alþingismaður, en ríkisstjórnin samþykkti í gær breytingartillögu til þingsályktunar um níu milljarða aukaframlag til vegaáætlunar næstu fimm árin. Sturla Böðvarsson boðaði til blaðamannafundar í morgun til að kynna vegaáætlunina, en heimildir DV herma að skipting fjármagnsins sé sú að helmingur fer til jarðganga fyrir norðan og austan sem áður hafa verið kynnt, 1 milljarður fer í vegaframkvæmdir vegna fyrirhugaðra stóriðju á Austurlandi, 2 milljarðar fara til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi, 500 milljónir til Vesturlands og á Vestfirði og 900 milljónir til svokallaðra jaðarbyggða og ferðamannaleiða. Þar með virðist draumur margra um breikkun Reykjanesbrautar ætla að verða að veruleika og verður á næsta ári leitast eftir viðbótarfé til að ljúka framkvæmdum í gegnum Hafnarfjörð. Stefnt er að því að bjóða út breikkun Reykjanesbrautar suður úr árið 2002 og ljúka stórum hluta hennar á þessu vegaáætlunartímabili. Þá er stefnt að því að breikkun brautarinnar verði að fullu lokið árið 2006. Á þessu tímabili verða settar 400 milljónir í tvöföldun Vesturlandsvegar upp í Mosfellsbæ og eins er gert ráð fyrir að Sundabraut komi inn við endurskoðun vegaáætlunarinnar árið 2002. Fjármagn vegna þessarar dýru áætlunar á að tína til af sölu ríkiseigna, þ.e. tilfærslu á eignum og sölu þeirra en Sturla Böðvarsson sagði í gær að skattar yrðu ekki hækkaðir. Þetta kemur fram á fréttavefnum visir.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024