Barátta gegn reykingum í bæjarstjórn
Mikil áróður hefur verið gegn reykingum að undanförnu í öllum fjölmiðlum enda veit hvert mannsbarn hversu skaðlegar þær eru. Kjartan Már Kjartansson (B) lagði til á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að gerð yrði könnun á reykingum meðal starfsmanna bæjarins. Að athugað yrði hversu margir þeirra sem reykja vilja hætta og hvernig reykingamennirnir telji að vinnuveitandinn geti aðstoðað þá við að hætta. Tillaga Kjartans var samþykkt 11-0.