Bara hægt að æfa í norðanátt!
Símalínur Víkurfrétta hafa verið rauðglóandi í morgun þegar svartir reykjarbólstrar hafa stigið til himins frá Keflavíkurflugvelli. Fólk hefur gert athugasemdir við það að ekki megi sjást heiður himinn, þá byrji slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli með æfingar og sendi þykk svört ský til himins.
Víkurfréttir höfðu tal af slökkviliðsmanni á Keflavíkurflugvelli vegna málsins. Hann sagði að eingöngu væri hægt að stunda þessar æfingar í norðanátt, því annars myndi reykurinn standa yfir flugbrautir.
Víkurfréttir höfðu tal af slökkviliðsmanni á Keflavíkurflugvelli vegna málsins. Hann sagði að eingöngu væri hægt að stunda þessar æfingar í norðanátt, því annars myndi reykurinn standa yfir flugbrautir.