Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bara gras? Fræðsla til foreldra um skaðsemi kannabis
Miðvikudagur 5. október 2011 kl. 15:12

Bara gras? Fræðsla til foreldra um skaðsemi kannabis

Samtakahópur í samstarfi við forvarnarfulltrúa á Suðurnesjum boða til málþings í íþróttaakademíunni (Krossmóa 58) í Reykjanesbæ á morgun, fimmtudaginn 6. október kl. 17:30 til 19:00. Erindi flytja:

- Lögreglan á Suðurnesjum fjallar um ástand fíkniefnamála á Suðurnesjum. Kristján Geirsson og Guðmundur Baldursson.

- Erlingur Jónsson frá Lundi kynnir starfsemi Lundar.
- Jón Sigfússon frá Rannsóknum og greiningu kynnir nýjustu niðurstöður í rannsóknum á fíkniefnum.
- Logi Geirsson handboltakappi fjallar um mikilvægi þess að velja rétta leið í lífinu.
- Fundarstjóri Stefán Bjarkarson.

Allir velkomnir. Bjóðið endilega einhverjum með ykkkur og hvetjið þannig til þátttöku. Þetta málefni snertir okkur öll og við getum haft áhrif til góðs í samfélaginu okkar. Afstaða foreldra skiptir máli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024