Banvænt vopn á Vatnsleysuströnd
Þegar Lögreglunni í Keflavík barst fyrst tilkynning um vopnaðan mann á Vatnsleysuströnd var talið að hann væri með haglabyssu. Síðar kom í ljós að hann var með 223 kalíbera riffil, en slík vopn eru m.a. notuð við Hreindýraveiðar. Á myndinni sést riffilkúla úr vopni mannsins sem nú er í vörslu Lögreglunnar í Keflavík.