Bannar flutning á laginu „Gamli bærinn minn“ á Ljósanótt
	Gunnar Þórðarson, tónlistarmaður úr Keflavík hefur óskað eftir því við bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ að lag hans, „Gamli bærinn minn“ verði ekki flutt við flugeldsýningu á laugardagskvöldi á Ljósanótt eins og gert hefur verið mörg undanfarin ár.
	
	„Samskipti fjölskyldu minnar við eina af undirstofnunum Reykjanesbæjar er með þeim ólíkindum að ég banna flutning lagsins á Ljósanótt. Þetta er ekki gamli bærinn minn.,“ segir Gunnar í tilkynningu sem hann bað Víkurfréttir um að birta.


.jpg) 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				