Bannað að leggja vegna ófremdarástands
– á Sunnubraut við Reykjaneshöll og Íþróttaakademíu.
Lögreglan á Suðurnesjum hefur lagt til við umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar að bannað verði að leggja á Sunnubraut milli Þjóðbrautar og Vallarbrautar, sem er vegur sem liggur á milli Reykjaneshallar og Íþróttaakademíunnar.
Lögreglan leggur eindregið til að bannað verði að leggja bifreiðum á þessum götukafla vegna ófremdarástands sem skapast þegar haldin eru mót í íþróttahúsum við þessa götu.
Ráðið samþykkir tillögu lögreglu að bannað verði að leggja við Sunnubraut á milli Þjóðbrautar og Vallarbrautar.