Bannað að gista utan skipulagðra tjaldsvæða í Vogum
Bannað verður að gista í bílum, tjaldvögnum, húsbílum, fellihýsum og hjólhýsum utan skipulagðra tjaldsvæða í Vogum. Þetta samþykkti bæjarráð Sveitarfélagsins Voga á fundi ráðsins, þann 5. maí síðastliðinn.
Þá samþykkti bæjarráð einnig að beina þeim tilmælum til annarra sveitarfélaga á Suðurnesjum að lögreglusamþykktir allra sveitarfélaganna yrðu samræmdar, með það að markmiði að auka skilvirkni löggæslu á svæðinu.