Bannað að fara út á hraunið sem rann í gosinu
Eldgosasvæðið í Meradölum er opið en ekkert gos er í gangi. Bannað er að fara út á hraunið sem rann í gosinu í Geldingadölum og í Meradölum. Mikill hiti er enn undir yfirborði hraunsins. Þessum fyrirmælum lögreglustjóra er öllum skylt að hlíta. Sjá til hliðsjónar 23. gr. almannavarnalaga nr. 82/2008. Enn um sinn þurfi að tryggja sem best öryggi þeirra sem um svæðið fara og auðvelda störf viðbragðsaðila.
Þá bendir lögreglustjóri á að eldvörp og eldhraun njóta sérstakrar verndar skv. 61. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.
Spá Veðurstofunnar um gasdreifingu
Engin virkni mælist í gígnum í Meradölum. Ólíklegt er að gasmengunar verði vart í byggð.
Enn má gera ráð fyrir staðbundinni gasmengun á svæðinu.
Veðurspá fyrir þriðjudag er slæm og því ekkert ferðaveður á gosslóðum.
Vinsamlega kynnið ykkur leiðbeiningar á safetravel.is á slóðinni: https://safetravel.is/eldgos