Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bankaræninginn er úr Keflavík: Langaði að eignast nýjan bíl
Sunnudagur 8. júní 2003 kl. 23:55

Bankaræninginn er úr Keflavík: Langaði að eignast nýjan bíl

Lífsgæðakapphlaupið en ekki óregla leiddi 19 ára gamlan mann úr Keflavík út í bankarán. Hann lætur skila því í gegnum lögmann sinn að hann hafi ekki ætlað að fjármagna fíkniefnaneyslu með bankaránunum enda neyti hann ekki fíkniefna.Pilturinn hefur tvisvar á rétt rúmum tveimur mánuðum orðið uppvís að vopnuðum bankaránum, hinn 1. apríl í Sparisjóði Hafnarfjarðar og á fimmtudag í Landsbankanum í Grindavík. Í fyrra skiptið tókst honum að nýta sér hluta ránsfengsins, í seinna skiptið ekki.

Upplýsingar bentu til að hann væri í fjárþröng vegna fíkniefnaneyslu en sjálfur vill pilturinn engan veginn fallast á þetta fyrir sitt leyti, hann hafi aldrei neytt fíkniefna og bragði varla áfengi.

Pilturinn hefur gefið upp þær ástæður fyrir ránunum að hann hafi langað til að eignast nýjan bíl og fleira í sama dúr.

Myndin: Frá bankaráninu í Hafnarfirði 1. apríl. Mynd úr eftirlitsmyndavél.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024