Bangsar í alla bíla
Kiwanesklúbburinn Keilir gaf í gær öllum sjúkrabifreiðum á Suðurnesjum mjúka bangsa til að hafa í bílunum.
Þetta er í annað skiptið sem Keilir færir sjúkrabifreiðum bangsa að gjöf en samkvæmt upplýsingum frá sjúkraflutningsmönnum hafa bangsarnir oft gert mikið fyrir börnin og auðveldað flutninginn. Sjúkraflutningur með börn hafa verið tíðir að undanförnu og ljóst að bangsarnir eru kærkomin gjöf.
Þetta er í annað skiptið sem Keilir færir sjúkrabifreiðum bangsa að gjöf en samkvæmt upplýsingum frá sjúkraflutningsmönnum hafa bangsarnir oft gert mikið fyrir börnin og auðveldað flutninginn. Sjúkraflutningur með börn hafa verið tíðir að undanförnu og ljóst að bangsarnir eru kærkomin gjöf.