Banderas keypti ull í Íslenskum markaði
Spænski leikarinn Antonio Banderas gerði stuttan stans í Leifsstöð í gærkvöldi eins og Víkurfréttir greindu frá í gærkvöldi. Að sögn var leikarinn hinn alúðlegasti og var vel af honum látið. Hann tók vel í að veita eiginhandaráritanir og lét sér vel líka að stilla sér upp á mynd með starfsstúlku á flugstöðvarbarnum. Starfsstúlkur í fríhöfn flugstöðvarinnar létu hafa eftir sér að leikarinn væri jafnvel enn sætari í holdinu en hann er á hvíta tjaldinu. Þær voru þó ófáanlegar í símann til að tjá sig um lífsreynsluna þótt í þeim heyrðist bakatil. ,,Þær verða svo svakalega spenntar skvísurnar þegar svona gæjar koma," sagði starfsmaðurinn sem fyrir svörum varð.
Banderas var á ferð í einkaþotu og þess vegna utan háannatíma í flugstöðinni. Að sögn starfsmanns flugstöðvarinnar var verslunin Íslenskur markaður opnuð sérstaklega fyrir leikarann og gerði hann þar nokkur kaup. Meðal þess sem leikarinn er sagður hafa fest kaup á voru íslenskar ullarvörur, peysa og fleira til.
Frétt af Vísi.is
Banderas var á ferð í einkaþotu og þess vegna utan háannatíma í flugstöðinni. Að sögn starfsmanns flugstöðvarinnar var verslunin Íslenskur markaður opnuð sérstaklega fyrir leikarann og gerði hann þar nokkur kaup. Meðal þess sem leikarinn er sagður hafa fest kaup á voru íslenskar ullarvörur, peysa og fleira til.
Frétt af Vísi.is