Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bandaríski sendiherrann í Reykjanesbæ
Föstudagur 5. desember 2003 kl. 18:44

Bandaríski sendiherrann í Reykjanesbæ

Bandaríski sendiherrann, James J. Gadsen heimsótti Reykjanesbæ föstudaginn 5. des. Árni Sigfússon bæjarstjóri tók á móti sendiherranum og eftir fundinn var farið í skoðunarferð um bæinn, boðið í Kaffitár, framkvæmdir í Helguvík skoðaðar, söfnin  í Duushúsum, snætt á Ránni og listamennirnir Sossa og Ásta Pálsdóttir  heimsóttar.  Sendiherrann hafði á orði að mikill menningarbragur væri á Reykjanesbæ og auðséð að bæjaryfirvöld hefðu bjarta og metnaðarfulla sýn til framtíðar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024