Bandarísk flugsveit til Keflavíkur
Flugsveit bandaríska flughersins er væntanleg til Keflavíkurflugvallar en loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á ný mánudaginn 4. nóvember nk.
Alls munu um 200 liðsmenn þeirra taka þátt í verkefninu. Koma þeir til landsins með F-15 orrustuþotur, C-130 björgunarflugvél og eldsneytisbirgðavél.
Verkefnið verður framkvæmt með sama fyrirkomulagi og fyrri ár. Gera má ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og hugsanlega Egilsstöðum 6. - 9. nóvember nk.
Verkefnið er í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland og í samræmi við samninga sem í gildi eru, því ljúki í lok nóvember.
Verkefni eins og loftrýmisgæslan skilar talsverðum tekjum inn í samfélagið á Suðurnesjum í formi sölu á þjónustu ýmiskonar.