Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bandaríkjamenn hefja niðurrif í vikunni
Mánudagur 3. apríl 2006 kl. 21:47

Bandaríkjamenn hefja niðurrif í vikunni

Fjölmennt lið Bandaríkjamanna, sem er sérþjálfað í niðurrifi herstöðva, kemur hingað til lands í vikunni til að rífa niður stjórnstöðvar hersins og fleira. Fréttastofa NFS greinir frá þessu í kvöld en samkvæmt heimildum hennar er um að ræða allt að 200 manna lið, sem meðal annars mun rífa niður tvær af þremur stjórnstöðvum hersins á Keflavíkurflugvelli. Eftir að þær stöðvar eru farnar mun verða illgerlegt að stýra átökum frá Keflavíkurstöðinni. Búnaðurinn verður fluttur til annarra herstöðva.

Hvorki bandarísk né íslensk stjórnvöld hafa gefið upp hvað verður eftir á Keflavíkurflugvelli eftir brottför hersins og undir hvaða stjórn, en ljóst er að Bandaríkjamenn eru þegar farnir að vinna eftir niðurrifs- og flutningsáætlun, hvort sem hún hefur verið kynnt íslenskum stjórnvöldum eða ekki. Þá munu vera til eldsneytisbirgðir fyrir orrustuþotur Bandaríkjamanna að verðmæti um tveir milljarðar króna á Keflavíkurflugvelli. Þetta eldsneyti gengur ekki á venjulegar farþegaþotur og því spurning hvort eldsneytið verði flutt af landi brott, segir NFS

Mennirnir sem koma hingað til niðurrifs- og flutningsstarfa í vikunni hafa, samkvæmt heimildum NFS, unnið við svipuð störf í fjölda bandarískra herstöðva í Evrópu undanfarin ár. NFS segir að Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins, hafi ekki getað staðfest þessar upplýsingar.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024