Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bandaríkjamenn fjölmenntu í flugstöðina og vilja komast fyrr heim
Svona var ástandið við söluskrifstofu Icelandair í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun. VF-myndir: Páll Ketilsson.
Fimmtudagur 12. mars 2020 kl. 10:01

Bandaríkjamenn fjölmenntu í flugstöðina og vilja komast fyrr heim

Fjölmargir Bandaríkjamenn mættu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nótt til að reyna að gera breytingar á flugferðum sínum og komast fyrr heim til Bandaríkjanna. Langar raðir höfðu myndast við þjónustuborð Icelandair í flugstöðinni.

Bandaríkjaforseti tilkynnti seint í gærkvöldi um ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna. Bannið tekur gildi á föstudagskvöld og gildir í 30 daga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrir flugáætlun Icelandair hefur bannið áhrif á 490 flug á þessu tímabili. Búist er við að bannið muni einnig hafa áhrif á enn fleiri flug og fleiri ferðir verði felldar niður en áður hafði verið boðað að um 80 flugferðum yrði frestað í mars og apríl.