Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bandaríkin viðhaldi varnarviðbúnaði hér á landi
Þriðjudagur 24. ágúst 2004 kl. 15:41

Bandaríkin viðhaldi varnarviðbúnaði hér á landi

John McCain, öldungadeildarþingmaður, sem fer fyrir bandarískri þingnefnd hér á landi, telur að Bandaríkjamenn eigi að viðhalda varnarviðbúnaði hér á landi. Hann segir að Ísland gegni mikilvægu hlutverki, landfræðilega og hernaðarlega, milli Ameríku og Evrópu. Morgunblaðið greinir frá þessu í netútgáfu sinni.
John McCain, sem ásamt öðrum úr þingnefndinni ræddi vetnismál við íslenska fulltrúa í Bláa lóninu í hádeginu, þakkaði stuðning Íslendinga við Bandaríkin í kalda stríðinu. Hann sagði eftir fundinn að Íslendingar og Bandaríkjamenn ættu að geta komist að einhverri niðurstöðu um viðbúnað bandaríska hersins hér á landi, hvort sem það yrðu áfram fjórar orrustuþotur á Keflavíkurflugvelli eða annar viðbúnaður.

Texti: Morgunblaðið á Netinu. Mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024