Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 18. maí 2002 kl. 17:41

Banaslysið: Bifreiðin lenti á staurnum eftir að hafa ekið utan vegar tugi metra

Það var um klukkan 15:05 í dag að Neyðarlínan tilkynnti um útafakstur á Reykjanesbraut rétt sunnan við Grænásveg og að einn maður væri í bílnum, sennilega fastklemmdur. Tveir sjúkrabílar ásamt tækjabíl frá Brunavörnum Suðurnesja voru sendir á staðinn.Við aðkomu kom í ljós að bíllinn hafði lent á ljósastaur, kastast til og lent á hvolfi með þeim afleiðingum að ljósastaurinn brotnaði og lenti ofaná botni bílflaksins. Að sögn Sigmundar Eyþórssonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja var fljótlega ljóst að maðurinn væri látinn.
Bíllinn var á suðurleið og lenti á staurnum eftir að hafa keyrt utanvegar einhverja tugi metra. Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024