Banaslys við Rósaselstorg
Banaslys varð þegar tvær bifreiðir lentu í árekstri á Reykjanesbraut, skammt frá Rósaselstorgi á Suðurnesjum um hádegisbil í dag. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans þar sem hann var úrskurðaður látinn. Ökumaður og farþegi í hinni bifreiðinni voru fluttir á Heilbrigðisstofnun til skoðunar.
Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar tildrög slyssins og biður þá er kunna að hafa orðið vitni að því að hafa samband í síma: 444-2299.
Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo komnu máli, segir í tilkynningu frá lögreglu.