BANASLYS Í GARÐI
Rúmlega fimmtugur karlmaður lést í umferðarslysi á Sandgerðisvegi skammt frá byggðinni í Garði í dag.Tilkynnt var um slysið til lögreglunnar í Keflavík kl. 14:12 og var allt tiltækt lögreglu- og sjúkralið sent á vettvang.Tildrög slyssins eru óljós en maðurinn ók jeppabifreið eftir þjóðveginum áleiðis til Garðs. Svo virðist sem ökumaðurinn hafi misst stjórn á bifreiðinni í vegarkantinum með þeim afleiðingum að bifreiðin fór nokkrar veltur. Tveir ungir drengir voru farþegar í bílnum en þeir slösuðust ekki alvarlega. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins sem lést að svo stöddu.