Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Banaslys á Reykjanesbraut við Hafnaveg
Fimmtudagur 7. júlí 2016 kl. 18:53

Banaslys á Reykjanesbraut við Hafnaveg

Banaslys varð á mótum Reykjanesbrautar og Hafnavegar í Reykjanesbæ í morgun er árekstur varð á milli vörubifreiðar með festivagn og bifhjóls.

Lögreglu barst tilkynning um slysið um klukkan sjö í morgun og var ökumaður bifhjólsins, karlmaður á fertugsaldri, úrskurðaður látinn á vettvangi. Ekki er unnt að birta nafn hans að svo stöddu. Ekki urðu slys á ökumanni og farþega í vörubifreiðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögreglan á Suðurnesjum vinnur að rannsókn á tildrögum slyssins með aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fulltrúi rannsóknarnefndar samgönguslysa var kvaddur á vettvang.

Loka þurfti Reykjanesbraut og Hafnavegi í um þrjár klukkustundir fyrir allri umferð vegna starfa rannsóknaraðila á vettvangi.