Banaslys á Reykjanesbraut í morgun
Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi á Reykjanesbraut í dag, skammt austan við Fitjar í Reykjanesbæ, eftir að ökutæki sem hann ók valt.
Í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir að viðbragðsaðilum hafi borist tilkynning um slysið kl. 08:16 og fóru viðbragðsaðilar strax á vettvang.
Lögreglan á Suðurnesjum og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.