Banaslys á Reykjanesbraut
Banaslys varð er ekið var á bíl sem var kyrrstæður í vegkanti Reykjanesbrautar skammt frá Grindavíkurafleggjaranum í dag. Tilkynning barst lögreglunni í Keflavík kl. 14:41 um slysið. Tveir voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík og lést annar þeirra er þangað var komið. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Í kjölfar slyssins var Reykjanesbrautinni lokað, en hefur nú verið opnuð fyrir umferð að nýju. Bílarnir eru mikið skemmdir. Sex hafa látist í umferðarslysum á Reykjanesbraut í umdæmi lögreglunnar í Keflavík það sem af er þessu ári.
Vf-ljósmynd/HBB: Frá vettvangi slyssins í dag.