Fimmtudagur 21. janúar 2016 kl. 20:19
Banaslys á Njarðarbraut
Einn lést í alvarlegu umferðarslysi sem varð á Njarðarbraut í Reykjanesbæ rétt fyrir klukkan fimm í dag.
Slysið varð þegar tvær bifreiðar rákust saman. Hinn látni var ökumaður annarrar bifreiðarinnar.