Banaslys á Grindavíkurvegi
Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar alvarlegt umferðarslys átti sér stað í dag á tólfta tímanum í dag á Grindavíkurvegi. Tilkynnt var um slysið til Neyðarlínu um klukkan 11:35 og fóru viðbragðsaðilar strax á vettvang. Tvö ökutæki voru utan vegar þegar lögregla og viðbragðsaðilar komu að. Ökumaður og farþegi annars ökutækisins voru úrskurðuð látin á vettvangi.
Rannsókn lögreglu er á frumstigi en miðar að því að upplýsa um tildrög slyssins. Rannsóknarnefnd samgönguslysa var upplýst og Tæknideild lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu fengin til aðstoðar vettvangsrannsóknar. Grindavíkurvegi var lokað um tíma á meðan vettvangsrannsókn fór fram og hefur vegurinn verið opnaður á ný.
Mikil hálka var á slysstað, en veðuraðstæður góðar. Unnið er að því að tilkynna aðstandendum og veitir lögreglan ekki frekari upplýsingar að svo stöddu.