Banaslys á Grindavíkurvegi
Banaslys varð á Grindavíkurvegi í morgun, norðan við afleggjarann að Bláa lóninu. Tveir bílar lentu í árekstri og lést 18 ára stúlka í slysinu. Einn er alvarlega slasaður og liggur á gjörgæsludeild. Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurnesjum.
Lögreglu barst tilkynning um slysið klukkan 08:56 í morgun og var veginum lokað í um þrjá klukkutíma.