Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 6. janúar 2000 kl. 13:52

BANASLYS Á GRINDAVÍKURVEGI

Þrjátíu og sex ára gamall karlmaður, Baldur Jósepsson, lést í bílslysi á Grindavíkurvegi á móts við Seltjörn 30. desember sl. Slysið átti sér stað rétt fyrir klukkan ellefu en mikil hálka var þá á veginum. Talið er að ökumaður fólksbílsins hafi misst stjórn á bifreiðinni, hún snúist á veginum og lent framaná Pajero jeppa sem var að koma úr gagnstæðri átt. Ökumaður fólksbílsins var þegar í stað fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hann var úrskurðaður látinn. Ökumaður jeppans slapp nær ómeiddur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024