Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ball ársins á laugardaginn
Miðvikudagur 28. apríl 2004 kl. 13:18

Ball ársins á laugardaginn

Bergásballið verður í Stapanum um helgina, en ballið er það stærsta sem haldið er á Suðurnesjum ár hvert og sérhver Suðurnesjamaður um þrítugt kannast við ballið. Uppselt var á Bergásballið í fyrra eins og mörg undanfarin ár og að sögn þeirra sem fóru á ballið höfðu þau sjaldan upplifað aðra eins stemmningu og þá.
Upphafsmenn að þessum Bergáskvöldum eru Aðalsteinn Jónatansson og Sigríður Gunnarsdóttir eða Siddý Gunnars eins og hún er betur þekkt.
Aðalsteinn Jónatansson er einn þeirra sem sér um tónlistina á Bergáskvöldinu, en auk hans sjá Rúnar Róbertsson og Davíð Jónatansson um tónlistina. „Við munum að sjálfsögðu spila öll bestu diskólögin í bland við rjómann af Eighties tónlist. Eins og alltaf verður Bergáskvöldið stærsta ballið á Suðurnesjum. Stemmningin í fyrra var frábær og uppselt og ég á ekki von á neinu öðru í ár,“ segir Aðalsteinn en notast verður við 15 þúsund watta hljóðkerfi og ljósakerfið verður það stærsta sem sett hefur verið upp í Stapanum.
Forsala miða hefst á morgun klukkan 17:00 í Stapanum. Ballið hefst klukkan 11 og opnar húsið þá.

Myndirnar: Frá Bergáskvöldinu í fyrra. VF-ljósmyndir/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024