Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bálhvasst og slydduél í nótt
Laugardagur 20. september 2003 kl. 20:53

Bálhvasst og slydduél í nótt

Í dag kl. 18 var suðvestanátt, víða 13-18 m/s og skúrir eða slydduél, en hægari á Vestfjörðum. Hiti var 3 til 13 stig, hlýjast austan til.  Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring: Viðvörun: Búist er við stormi (meira en 20 m/s) á öllu landinu í nótt og á morgun.
Suðvestanátt, víða 13-18 m/s í skúrir eða slydduél. Gengur í norðan 23-28 m/s með slyddu á Vestfjörðum undir miðnætti og síðan norðvestanlands. Norðvestan og norðan 20-25 m/s og slydda eða rigning norðan- og austanlands á morgun, en annars víða 18-23 og bjart veður. Sums staðar hvassara í vindstrengjum suðaustan til. Kólnandi veður og hiti 0 til 9 stig á morgun, mildast syðst.
Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun: Suðvestan 13-18 m/s og skúrir, en vestlægari í kvöld. Snýst í norðvestan 18-23 og léttir til í nótt. Sums staðar hvassari á sunnanverðu Snæfellsnesi á morgun. Kólnandi veður og hiti 1 til 7 á morgun.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu næsta sólarhring: Suðvestan 10-15 m/s og skúrir, en snýst í norðan 18-23 með slydduéljum í nótt. Heldur hægari og léttir til síðdegis. Hiti 1 til 7 stig.

Meðfylgjandi mynd var tekin í Keflavík á síðasta ári og er til að minna okkur á það að veturinn er brátt genginn í garð. Þeir sem vilja kynnast snjónum enn betur geta skoðað þessa myndasyrpu sem tekin var í Reykjanesbæ fyrir nokkrum árum. Kuldaleg ekki satt?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024