Bálhvasst í kvöld og á morgun - há sjávarstaða á flóði
Bálhvasst verður á Suðurnesjum í kvöld og á morgun. Vindar blása af norðaustri. Samkvæmt veðurspá Bliku verða NA 18 m/s á Keflavíkurflugvelli kl. 22 í kvöld. Á morgun verður hvassara þegar vindurinn mun ná 21 m/s um hádegið.
Gefin hefur verið út appelsínugul viðvörun fyrir Faxaflóa. Áhrifa veðursins mun þó gæta meira á sunnanverðu Snæfellsnesi, á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Mikill skafrenningur getur þó orðið á Suðurnesjum í því veðri sem spáð er síðdegis, í kvöld og á morgun.
Einnig er vert að nefna að það er nærri stórstreymt og vegna lágs loftþrýstings og áhlaðanda má búast við óvenju hárri sjávarstöðu á flóði.