Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bálhvasst á Suðurnesjum
Föstudagur 25. febrúar 2022 kl. 10:19

Bálhvasst á Suðurnesjum

Það er orðið bálhvasst á Suðurnesjum en gefin hefur verið út appelsínugul veðurviðvörun sem tekur gildi kl. 11:00 og gildir til kl. 17:30 síðdegis.

Í Grindavík voru suðaustan 24 m/s kl. tíu í morgun. Á sama tíma voru austan 23 m/s á Keflavíkurflugvelli. Á Reykjanesbraut voru suðaustan 23 m/s í morgun og á Garðskagavita voru suðaustan 16 m/s kl. tíu. Reykjanesviti á hinsvegar vindametið þennan morguninn. Klukkan tíu voru þar suðaustan 35 m/s en meðalvindurinn var kominn yfir 30 m/s strax kl. átta í morgun og hefur verið hækkandi. Í þeim aðstæðum sem eru á Reykjanesvita er ekki stætt og skalinn fyrir gömlu tólf vindstiginn er sprunginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Suðaustan stormur eða rok (Appelsínugult ástand)
25 feb. kl. 11:00 – 17:30
Suðaustan 23-28 m/s og snarpar vindhviður við fjöll, slæmt ferðaveður. Talsverð slydda og síðar rigning og hlýnar. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.