Baldur tekinn á land á morgun
Á morgun verður vélbáturinn Baldur tekinn á land en til verksins verða notaðir tveir kranar, annar 80 tonn og hinn 170 tonn. Áætlað er að báturinn sé um 70 tonn að þyngd. Bátnum verður komið fyrir út í Gróf þar sem hann mun standa á stalli um ókomin ár. Gestum og gangandi til augnayndis verður báturinn tilbúinn á sínum stalli fyrir Ljósanótt. Helgi Steinarsson málari var að mála bátinn og við hlið hans má sjá Ólaf Björnsson fyrrverandi útgerðarmann Baldurs og Guðmund Garðarsson.