Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Baldur misskilinn á VG-fundi og sagður hætta í pólitík
Fimmtudagur 27. maí 2010 kl. 20:55

Baldur misskilinn á VG-fundi og sagður hætta í pólitík

Sterkur orðrómur var um það í dag að Baldur Guðmundsson væri hættur á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Baldur skipar 6. sæti listans. Sögusagnir um brotthvarf Baldurs af framboðslista Sjálfstæðisflokksins eru rangar og byggja greinilega á misskilningi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Orðrómurinn komst á kreik eftir fund ráðherranna Steingríms J. Sigfússonar og Svandísar Svavarsdóttur á Flughóteli í gærkvöldi. Þar voru þau að ræða málefni Magma, Sparisjóðsins í Keflavík, fjármál sveitarfélaganna og fleira. Hermir sagan að Baldur hafi staðið upp á fundinum og lýst því yfir að hann honum væri ekki vært á framboðslista D-listans.

Í samtali við Víkurfréttir nú í kvöld staðfesti Baldur að hann hafi verið á fundi VG í gærkvöldi. Hann hafi hins vegar staðið upp á fundinum og kynnt sig sem frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins og sem starfsmann sparisjóðsins og af þeim ástæðum væri honum kannski ekki vært á fundinum í gærkvöldi. Einhver kann að hafa misskilið þau orð Baldurs og því fékk sagan um að Baldur væri að hætta í framboði vængi.