Baldur KE97 kominn upp
Búið er að hífa Baldur KE97 á land en til verksins voru notaðir tveir kranar. Hífingin gekk vel og er Ólafur Björnsson fyrrverandi útgerðarmaður Baldurs ánægður, en hann fylgdist að sjálfsögðu með verkinu. Verið er að koma bátnum fyrir á dráttarbíl sem mun færa hann í Grófina þar sem hann mun standa um ókomna tíð. Margir aðilar komu að verkinu og var spenningur í loftinu þegar báturinn kom upp úr sjónum, enda er talið að hann sé um 70 tonn að þyngd.VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson: Ólafur Björnsson togaði í Baldur þegar verið var að hífa hann og sagði með bros á vör að hann myndi fylgja honum alla leið.