Bakkusi og einum farþega ofaukið!
Lögreglan í Keflavík stöðvaði um helgina bifreið á Grindavíkurvegi á móts við Bláa lónið þar sem lögreglumenn tóku eftir því að einum farþega var ofaukið í bílnum.Þegar ökumaður hafði stöðvað eftir merki frá lögreglu og lögreglumaður kannaði aðstæður í bílnum kom í ljós að auk aukafarþega í aftursæti var sjálfur Bakkus undir stýri. Lögreglan tók hann þegar úr umferð eftir blöðrublástur og síðar blóðtöku í Keflavík.