Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Miðvikudagur 21. júní 2000 kl. 12:57

Bakkavör kaupir 42% í fyrirtæki í Chile

Bakkavör Group hefur fest kaup á 42% hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu Pesquera Isla Del Rey (PIDR) í Valdivia í Chile. PIDR var stofnað árið 1989 og hefur sérhæft sig í veiðum og vinnslu á ýmsum krabbategundum. Velta félagsins á síðasta ári var um 400 milljónir króna, hagnaður eftir skatta um 27 millj. kr. og veltufé frá rekstri nam 48 millj. kr. Fyrirtækið gerir út þrjá öfluga báta til krabbaveiða og rekur auk þess verksmiðju til frekari úrvinnslu aflans. Um 150 manns starfa hjá PIDR. Með kaupunum verður Bakkavör Group stærsti hluthafi félagsins en aðrir hluthafar eru: Cueto Group 19%, Vincente Urra sem jafnframt er framkvæmdastjóri félagsins 22% og Walter Fischer, fjármálastóri félagsins sem á 17% hlutafjár. Bakkavör Group greiðir 92 millj. kr. fyrir hlutinn en þar af renna 37 millj. kr. til félagsins í formi hlutafjáraukningar. Í frétt frá Bakkavör segir að Bakkavör France og PIDR hafi í tvö ár unnið náið saman að þróun nýrra afurða úr krabba til pökkunar, sölu- og dreifingar í Frakklandi með góðum árangri. Tekist hafa samningar við helstu stórmarkaði í Frakklandi um sölu á vörunni og hefur hún gengið vel. Fjárfesting Bakkavör Group í PIDR er í samræmi við stefnu félagsins um að hafa stjórn á sem flestum þáttum virðiskeöjunnar, frá frumvinnslu til sölu- og dreifingar alla leið inn í hillur stórmarkaða. Kaupin munu styrkja verulega samkeppnisstöðu Bakkavör France í sölu á krabbavörum í Frakklandi. Fjárhagsstaða PIDR er traust en eigið fé félagsins er um 125 millj. kr. Á þessu ári er gert ráð fyrir svipaðri afkomu og síðasta ár. Engar breytingar verða á stjórnun félagsins en Philippe Chauvin, framkvæmdastjóri Bakkavör France, verður stjórnarformaður nýrrar stjórnar PIDR.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024